Atvik í skoðun á árshátíð Arion banka

Árshátíð Arion banka var síðustu helgi. Yfirmaður er sakaður um …
Árshátíð Arion banka var síðustu helgi. Yfirmaður er sakaður um líkamsárás gegn öryggisvörði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Atvik átti sér stað á árshátíð Arion banka um síðustu helgi sem bankinn er með í skoðun hjá sér, segir upplýsingafulltrúi Arion banka, í samtali við mbl.is. 

DV greinir frá því í dag, og hefur eftir heimildum, að hátt settur yfirmaður hjá bankanum hafi verið handtekinn af lögreglu í lok árshátíðar bankans á laugardaginn var. Blaðamaður mbl.is gat ekki fengið þessar upplýsingar staðfestar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Yfirmaðurinn á að hafa brugðist illa við þegar hann fékk ekki yfirhöfn sína afhenta. Í kjölfarið voru öryggisverðir kallaðir til, og á yfirmaðurinn að hafa slegið frá sér og veitt einum öryggisvarðanna áverka. Lögregla var þá kölluð til og að sögn DV var starfsmaðurinn handtekinn.

Haraldur gat ekki staðfest þessar upplýsingar en segir í samtali við mbl.is: „Við erum meðvituð um atvik á árshátíð bankans. Málið er í skoðun og í réttum farvegi bankans.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert