Fjórir slasaðir eftir harðan árekstur - einn handtekinn

mbl.is/Eggert

Harður árekstur varð á öðrum tímanum í nótt við gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Að sögn lögreglu voru fjórir sagðir vera slasaðir. 

Tilkynnt var um slysið kl. 01:21 í nótt. Fólkið var flutt á slysadeild til aðhlynningar en ekki er vitað um áverka. 

Að sögn lögreglu var annar ökumaðurinn handtekinn grunaður um ölvun við akstur og eftir aðhlynningu á slysadeild var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. 

Bifreiðar fluttar af vettvangi með Króki.

mbl.is