Kjörsókn hrundi þegar Eurovision byrjaði

Kjörsókn í Árborg hrundi niður um helming þegar Eurovision byrjaði, að sögn Ingimundar Sigurmundssonar formanns kjörstjórnar.

„Hún var í góðri kúrfu í dag en nú er kúrfan á niðurleið.“ 

Klukkan átta var kjörsókn í 54,2 prósentum. Hún hafði hækkað um sjö til átta prósent á hverri klukkustund þar til milli sjö og átta en þá hrundi kjörsóknin niður í þrjú prósent. 

Ingimundur mun standa vaktina á kjörstað til klukkan tíu að taka á móti kjósendum. Hann vonar að þeir sem eigi eftir að kjósa hlaupi út núna þegar Ísland er búið að stíga á svið. 

mbl.is