Mótórhjólaslys á Snæfellsnesi

Þyrla Gæslunnar var send af stað vegna slyssins, auk viðbragðsaðila …
Þyrla Gæslunnar var send af stað vegna slyssins, auk viðbragðsaðila frá Ólafsvík og Grundarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

Seinni partinn í dag voru viðbragðsaðilar kallaðir út vegna mótorhjólaslyss á Snæfellsnesi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út ásamt sjúkrabílum frá Grundarfirði og Ólafsvík og lögreglu. Einn var fluttur með þyrlunni á Landspítala.

Ekki hafa fengist upplýsingar um nánari staðsetningu slyssins, hvort slys urðu á fólki eða hver tildrög slyssins voru.

Fréttin verður uppfærð

mbl.is