Naumur sigur B-listans í Vopnafirði

Kjörsókn var 77,8 prósent.
Kjörsókn var 77,8 prósent. mbl.is/Golli

Lokatölur liggja fyrir í Vopnafirði en ljóst er að B-listi Framsóknarflokksins og óháðra sigrar með fimm atkvæðum. 

Framsóknarflokkurinn og óháðir fengu 190 atkvæði og Vopnafjarðarlistinn fékk 185 atkvæði. 

Auðir kjörseðlar voru fjórtán og þrír voru ógildir.

Kjörsókn í sveitarfélaginu var 77,8 prósent, en 59 kjósendur greiddu utan kjörstaðar. 

Formaður kjörstjórnar kveðst hefðu viljað sjá kjörsókn komast yfir 80 prósent en telur Eurovision hafa haft áhrif.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert