Naumur sigur B-listans í Vopnafirði

Kjörsókn var 77,8 prósent.
Kjörsókn var 77,8 prósent. mbl.is/Golli

Lokatölur liggja fyrir í Vopnafirði en ljóst er að B-listi Framsóknarflokksins og óháðra sigrar með fimm atkvæðum. 

Framsóknarflokkurinn og óháðir fengu 190 atkvæði og Vopnafjarðarlistinn fékk 185 atkvæði. 

Auðir kjörseðlar voru fjórtán og þrír voru ógildir.

Kjörsókn í sveitarfélaginu var 77,8 prósent, en 59 kjósendur greiddu utan kjörstaðar. 

Formaður kjörstjórnar kveðst hefðu viljað sjá kjörsókn komast yfir 80 prósent en telur Eurovision hafa haft áhrif.

mbl.is