Sauðburður í snjónum

Tvævetlan Gýpudóttir stolt með lömbin tvö í snjónum.
Tvævetlan Gýpudóttir stolt með lömbin tvö í snjónum. Ljósmynd/Ágúst Ásgrímsson

Það var heldur vetrarlegt í gærmorgun á bænum Stekkjarflötum í Eyjafirði þegar ærin Gýpudóttir bar tveimur lömbum, þeim fyrstu á bænum í vor. Ágúst Ásgrímsson bóndi segir að ærin hafi í raun borið of snemma, miðað var við að sauðburðurinn hæfist þar 16. maí.

Hann segist reyna að búa ánum sem náttúrulegast umhverfi. „Við erum með 20 vetrarfóðraðar kindur sem við höfum í ullinni yfir veturinn. Þar af leiðandi eru þær úti yfir veturinn, en hafa aðgang að húsaskjóli. Við getum fylgst með fénu út um gluggana á bænum núna þegar sauðburður er að hefjast, segir Ágúst og bætir við að nánast aldrei þurfi að hjálpa ánum við burð.

Ágúst segist hafa orðið var við það á fimmtudagskvöldið að ærin, sem er tveggja vetra, væri byrjuð að búa sig undir að bera. Hún hefði krafsað upp snjó og gras og búið sér til bæli og lömbin komu svo í heiminn undir morgun. „Nú er snjórinn að mestu horfinn og sólin farin að skína.“ sagði hann. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert