Sérsveitin á Völlunum

Frá æfingum sérsveitarinnar við Rofabæ 15. mars.
Frá æfingum sérsveitarinnar við Rofabæ 15. mars. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð til á Vellina í Hafnarfirði fyrr í dag.

Að sögn Jóhanns Karls Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, var um að ræða átök milli tveggja aðila. Annar var handtekinn og fluttur í fangaklefa og hinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild.

Lögreglan gat ekki gefið frekari upplýsingar um málsatvik né um líðan þess sem er á slysadeild.

Jóhann segir hefðbundinn viðbúnað hafa verið á vettvangi. Lögreglan mætti á svæðið og sérsveitin var með einn bíl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert