Sjálfstæðismenn stukku upp úr sætum sínum

Skjálftinn áttiupptök sín í þrengslunum og fannst því greinilega í …
Skjálftinn áttiupptök sín í þrengslunum og fannst því greinilega í Hveragerði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fólk stökk upp úr sætum sínum í kosningakaffi Sjálfstæðisflokkins í Hveragerði þegar jarðskjálftinn reið yfir, að sögn Aldísar Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði, sem er stödd þar.

„Við fundum mjög greinilega fyrir þessum skjálfta, hann var gríðarlega öflugur.“

Skjálftinn átti upptök sín í þrengslunum. „Þetta var snöggt högg og ljóst að þetta var nálægt okkur.“

Hún segir Hvergerðinga nokkuð vana jarðskjálftum, en fólki sé þó alltaf brugðið. 

Þrátt fyrir töluverðan kraft sullaðist ekkert kaffi upp úr bollum stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og Aldísi er ekki kunnugt um að neinar skemmdir hafi orðið. 

Bara kosningaskjálfti í Þorlákshöfn

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Þorlákshöfn, segir bæjarbúa hafa fundið fyrir skjálfta í allan dag, en það sé þó kosningaskjálfti. Jarðskjálftann fann hann ekki en útilokar ekki að aðrir hafi fundið hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert