Þýska „draumaskipið“ Deutschland í höfn í Hafnarfirði

Skemmtiferðaskipið Deutschland í Hafnarfjarðarhöfn.
Skemmtiferðaskipið Deutschland í Hafnarfjarðarhöfn. mbl.is/Kristján Johannessen

Þýska skemmtiferðaskipið MS Deutschland sómdi sér vel í sólinni í Hafnarfjarðarhöfn í gærmorgun en haldið verður úr höfn í kvöld. Skipið tekur rúmlega 500 farþega. Aðdáendur þýskra sápuópera gætu kannast við skipið en sjónvarpsserían Das Traumschiff, eða Draumaskipið, var lengi vel tekin upp um borð í því.

Þetta mun vera fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til hafnar í Hafnarfirði á þessu ári. „Við eigum von á um tuttugu skipum í sumar. Þau hafa verið svona milli fimmtán og tuttugu á ári,“ segir Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar. Hann sér þó fyrir fjölgun á skipakomum því um þrjátíu skemmtiferðaskip séu bókuð í höfninni á næsta ári.

„Við höfum verið mest með þessi leiðangursskip sem fara hringferðir með farþega og erum mest að þjóna frönsku skipaútgerðinni Ponant. Þeirra fyrsta skip í ár kemur 12. júní, á sjómannadaginn.“ Lúðvík vekur athygli á því að það skip verði landtengt við rafmagn. Verður það í fyrsta sinn sem það verður gert hér á landi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »