Fær sér heitt vatn fyrir beina útsendingu

Líf með heitt vatn áður en hún fer í útsendingu.
Líf með heitt vatn áður en hún fer í útsendingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikil stemning ríkir nú í græna herberginu á RÚV en þar eru allir oddvitar í Reykjavík komnir saman fyrir beina útsendingu. 

Fyrst um sinn var búist við fyrstu tölum úr Reykjavík um miðnætti en samkvæmt nýjustu upplýsingum koma þær um klukkan hálf tvö í nótt.

Einar og Hildur er nokkuð hress.
Einar og Hildur er nokkuð hress. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spennt fyrir kvöldinu

Oddvitarnir eru flestir í góðum í gír og græja sig nú fyrir útsendinguna.

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, fékk sér meðal annars heitt vatn til að mýkja röddina fyrir útsendinguna en í samtali við mbl.is segist hún spennt fyrir kvöldinu.

Líf fyglist spennt með nýjustu tölum.
Líf fyglist spennt með nýjustu tölum.
mbl.is