Hafa annast ungbörn í 20 ár

Nemendur í Rimaskóla með „afkvæmi“ sín.
Nemendur í Rimaskóla með „afkvæmi“ sín. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Því var fagnað í Rimaskóla í Grafarvogi í vikunni að 20 ár eru liðin frá því verkefninu „hugsað um ungbarn“ var hleypt af stokkunum

Rimaskóli hefur tekið þátt í verkefninu frá upphafi og fagnar skólinn því nú að 20. árgangurinn fær innsýn í umönnun ungbarna. Jónína Ómarsdóttir kennari hefur séð um verkefnið öll þessi 20 ár, enda segir hún eftirsóknarvert að fá að veita foreldrum framtíðarinnar innsýn í umönnun ungbarna. „Nemendurnir leggja mikið á sig enda krefur verkefnið þá um að þjálfa bæði þolinmæði og seiglu. Hvort tveggja er, eins og við vitum, einkar mikilvægt til að ná árangri á lífsins göngu, hvert svo sem leiðin liggur,“ segir Jónína.

Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi og forvígismaður verkefnisins, segir það undirstrika mikilvægi uppeldis. „Það er engin leið að búa sig of vel undir foreldrahlutverkið. Þetta hófst allt saman um sama leyti og fæðingarorlof feðra varð að lögum og líklegt verður að telja að sú hugarfarsbreyting sem fylgi hinum nýju lögum hafi hreyft við drengjum. Þeir leggja að minnsta kosti ekkert minna á sig en stúlkurnar.“

Helgi Árnason, fyrrverandi skólastjóri Rimaskóla, Þóranna Rósa Ólafsdóttir, núverandi skólastjóri, …
Helgi Árnason, fyrrverandi skólastjóri Rimaskóla, Þóranna Rósa Ólafsdóttir, núverandi skólastjóri, Jónína Ómarsdóttir og Ólafur Grétar Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »