Lokatölur komnar á Akureyri

mbl.is

Sveitarstjórnarkosningum er lokið í Akureyri og liggja lokatölur fyrir. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 17,0% atkvæði og fær því tvo fulltrúa en í síðustu sveitarstjórnarkosningum fékk flokkurinn þrjá. L-listinn bæjarlisti Akureyrar fékk 18,7% atkvæði og fær því þrjá fulltrúa og bætir þar með einum við sig.

Framsóknarflokkurinn fékk 17,0% atkvæði og fær tvo fulltrúa, Samfylkingin fékk 11,9% og fær því einn fulltrúa, Flokkur fólksins fékk 12,2% atkvæði og fær einn fulltrúa og Vinstri græn fengu 7,2% atkvæði og fá einn fulltrúa.

Allir flokkar sem fengu mann kjörinn síðast sammældust um það á miðju kjörtímabili að vinna saman og var enginn starfandi minnihluti frá þeim tíma.

mbl
mbl.is

Bloggað um fréttina