14 sinnum ákært fyrir hatursumræðu á síðustu árum

14 málanna leiddu til ákæru.
14 málanna leiddu til ákæru. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frá árinu 2014 hafa lögreglunni borist 20 kærur vegna brota sem fela í sér opinbera háðung, rógburð, smánun eða ógnun með ummælum, tjáningu, myndum og táknum vegna þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, kynhneigðar og kynvitundar. 14 þessara kæra leiddu til ákæra.

Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar Taha Karim, varaþingsmanns Pírata.

Samkvæmt svarinu voru fimm málanna felld niður en rannsókn á einu þeirra hætt. Sakfellt var í sjö málum í héraðsdómi, en tvö þeirra fóru einnig fyrir Hæstarétt og var sakfellt í báðum. Einum dómi héraðsdóms var snúið við og því var samtals sakfellt í átta málum, en sýknað í sex málum.

Flestar kærur á tímabilinu komu inn á borð lögreglu árið 2015, eða níu talsins. Sjö þeirra leiddu til ákæru og á endanum var sakfellt í tveimur málanna í Hæstarétti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert