Allt að 18 stiga hiti

Spáð er ágætu veðri um allt land í dag. Mynd …
Spáð er ágætu veðri um allt land í dag. Mynd úr safni. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Spár gera ráð fyrir austlægri átt í dag með 3-10 m/s. Dálítil súld suðaustanlands og þokubakkar við austurströndina, annars víða bjart veður. Hiti 10 til 18 stig, en svalara austast.

Austan strekkingur og rigning með köflum á morgun, einkum suðaustanlands.

Hægari vindur og þurrt norðan heiða, fremur hlýtt áfram.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is