Eldur í ruslagámi í vesturbænum

Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun þegar eldur kviknaði í ruslagámi við Ánanaust í vesturbæ Reykjavíkur.

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra var einn bíll sendur á vettvang og gekk greiðlega að ná tökum á eldinum.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Mynd úr safni.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is