Hlotið athygli þrátt fyrir ungan aldur

„Ég talaði við hann í tuttugu mínútur og mér leið eins og ég hefði þekkt hann allt mitt líf,“ segir Birgir Dagur Bjarkason um það, þegar hann hitti Snorra Rafn Frímannsson, meðleikara sinn, í fyrsta skipti.

Um var að ræða framleiðslu kvikmyndarinnar Berdreymi sem frumsýnd var í lok síðasta mánaðar. Þar segir frá vináttu fjögurra unglingspilta í Reykjavík og þeirra ævintýralega en þó ofbeldisfulla lífi í borginni.

Birgir fer með hlutverk hins berdreymna Adda. Hann er nokkurs konar höfuðpaur strákahópsins sem tekur hinn vinalausa Balla undir sinn verndarvæng. 

Hann, ásamt Áskeli Einari Pálmasyni, sem leikur áðurnefndan Balla, var gestur í nýjasta þætti Dagmála og með þeim var Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar.

Birgir leikur Adda sem er berdreyminn. Hér er hann auk …
Birgir leikur Adda sem er berdreyminn. Hér er hann auk Viktors Benónýs Benediktssonar sem leikur hinn óstýriláta Konna.

Þrátt fyrir að Addi tæki Balla undir sinn verndarvæng í myndinni, var staðan önnur í raunveruleikanum, þar sem Birgir kom seinna inn í leikarahópinn.

Fjórmenningarnir samanstanda af þeim tveimur auk áðurnefnds Snorra, sem fer með hlutverk Sigga í myndinni og Viktors Benónýs Benediktssonar sem leikur hinn óstýriláta Konna.

Það er því ljóst að Birgir small inn í hópinn frekar fljótt.

Fóru að gráta

„Ég persónulega hef bara fengið góð [viðbrögð] og hef bara heyrt gott um myndina,“ segir Áskell, þegar piltarnir tveir eru spurðir út í viðbrögð fólks í kring.

Þá hafa allflestir bekkjarfélagar strákanna hafa mætt á myndina:

„Ég bauð öllum vinum mínum í leiklistinni,“ segir Birgir en hann stundar nám við leiklistarbraut FG. „Þeir voru orðlausir bara. Tvær vinkonur mínar fóru á hana í gær og þær fóru að gráta.“

Áskell tekur undir: „Ég hef heyrt mjög mikið um að þessi mynd hafi setið í þeim í smá tíma.“ 

Spurðir hvort þeir hafi ekki hlotið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðuna, jánka þeir því kumpánlega.

Og er það ekki bara fínt mál?

„Jú, jú.“

Þáttinn í heild sinni má sjá á síðu Dagmála hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert