Hús við Vatnsstíg rifið

Hús númer 10a við Vatnsstíg telst ónýtt og það verður …
Hús númer 10a við Vatnsstíg telst ónýtt og það verður rifið. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Hús númer 10a við Vatnsstíg í Reykjavík verður rifið en niðurrifið er hluti af uppbyggingu Félagsstofnunar stúdenta í Skuggahverfi.

Fram kemur á heimasíðu Reykjavíkur, að úttekt hafi farið fram á húsinu og teljist það ónýtt. Niðurrif hússins hefst síðar í mánuðinum og er framkvæmdin á vegum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Verktaki verður ABL Tak. Á meðan á niðurrifinu stendur og hreinsun á lóð fer fram verður svæðið girt af.

Skipulaginu á þessum reit var breytt á síðasta ári og var það unnið í samráði við Minjastofnun. Hús númer 10a verður rifið því það er talið ónýtt en til viðbótar verður húsið við Vatnsstíg 12 flutt á nýjan grunn við Vatnsstíg. Enn fremur hefur Félagsstofnun stúdenta sótt um starfsleyfi vegna niðurrifs á húsnæði við Lindargötu 44 sem tengist þessari uppbyggingu.

Með skipulaginu er heimilað að byggja stúdentaíbúðir fyrir 122 námsmenn en um er að ræða bæði íbúðir og einstaklingsherbergi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »