Ölvaður ökumaður stakk lögreglu af

Lögreglu var tilkynnt um ölvaðan ökumann í miðbæ Reykjavíkur á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Hún hafði afskipti af manninum þar sem bíllinn var kyrrstæður en ökumaðurinn náði að læsa bílnum og reyndi að stinga lögreglu af.

Hann ók á kyrrstæða bifreiða og hófst þá mikil eftirför, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Ekið var víða um Reykjavík, í Hafnarfjörð og þaðan í Kópavog þar sem lögreglumenn misstu sjónar á bifreiðinni. 

Bifreiðinni var ekið mjög hratt allan tímann og fór ökuhraðinn yfir 200 km/klst. Bifreiðinni var ekið yfir gatnamót gegn rauðu ljósi ásamt fleiri umferðalagabrotum.

„Vitað er hver ökumaðurinn er og var ástand hans mjög annarlegt. Ökumaðurinn er réttindalaus þ.e. hefur ekki gild ökuréttindi,“ segir í dagbók lögreglu.

mbl.is