Dæmdur fyrir stunguárás

Reykjanesbær.
Reykjanesbær.

Maður hefur verið dæmdur í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hnífsárás í Reykjanesbæ í september 2018. Er maðurinn dæmdur til að greiða brotaþola 600.000 kr. ásamt vöxtum, lögmannskostnaði og öðrum sakarkostnaði.  

Maðurinn er dæmdur fyrir hótun og sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa þriðjudaginn 11. september 2018 veist að öðrum manni með hníf í bifreið sem var lögð. Ákærði stakk brotaþola þrisvar sinnum. Einu sinni í upphandlegg og tvisvar í vinstra læri. Einnig var hann sakaður um að hafa hótað fjölskyldu hans ofbeldi ef hann leitaði til lögreglu. Játaði ákærði á sig öll brotin utan þess að hafa haft hótanir við fjölskyldu brotaþola.

Maðurinn hefur sjö sinnum áður hlotið dóma vegna brota gegn umferðarlögum, fíkniefnalögum, almennum hegningarlögum og barnaverndarlögum og var tekið tillit til þess við þyngingar refsingu ásamt því að árásin hafi lagt líf brotaþola í hættu. Við ákvörðun refsingar var einnig tekið tillit til þess að maðurinn hafi frá því að brotið var framið breytt högum sínum verulega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert