Komi í veg fyrir alvarlegar sýkingar við sílíkonígræðslu

Verðlaunahafarnir ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor HÍ.
Verðlaunahafarnir ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor HÍ. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Aðferð sem kemur í veg fyrir alvarlegar sýkingar á yfirborði sílíkongræðsla og gerviliða vann í dag Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands voru veitt í dag við hátíðlega athöfn. Veitt voru verðlaun í 4 flokkum.

Keppnin hefur verið haldin í yfir 20 ár og að þessu sinni bárust 27 tillögur í keppnina. Dómefnd mat tillögurnar út frá nýnæmi og frumleika, útfærslu, samfélagslegum áhrifum, m.a. út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, og hvort verkefnið væri í samræmi við stefnu skólans og styddi við starfsemi hans.

Veitt voru verðlaun fyrir bestu hugmyndirnar í fjórum flokkum: Heilsa og heilbrigði, Tækni og framfarir, Samfélag og Hvatningarverðlaun. Auk þess var sigurvegari keppninnar valinn úr hópi verðlaunahafa úr ofangreindum flokkum.

Ný aðferð vísindamanna Háskóla Íslands, sem ætlað er að koma í veg fyrir alvarlegar sýkingar á yfirborði sílikonígræðsla og gerviliða, vann Vísinda- og nýsköpunarverðlaun háskólans í dag. Unnið er að því að fá einkaleyfi á tækninni sem þróuð er í samstarfi við fyrirtækin Össur og Primex.

Á athöfninni í dag fengu þrjú önnur verkefni starfsfólks og nemenda skólans viðurkenningu, en þau snerta þróun á nýju lími til að stórbæta orkunýtingu sólarrafhlaðna, aukið aðgengi nemenda á fátækustu svæðum heims að háskólanámi og nýja aðferð við að aðskilja fjölliður í plasti með það að markmiði að endurvinna fleiri plasttegundir.

Heilsa og heilbrigði

Sigurvegari í flokknum Heilsa og heilbrigði og í heildarkeppninni var verkefnið „Lífsamhæfð og örverueyðandi húðun fyrir sílikon“ sem hlaut samtals þrjár milljónir króna í verðlaunafé. Um er að ræða nýja aðferð við örverueyðandi og lífsamhæfða húðun fyrir sílikonígræðslur og gerviliði.

Dómnefnd keppninnar telur verkefnið hafa mikið hagnýtingargildi og nýnæmi.

„Verkefnið er gott dæmi um að samvinna Háskóla Íslands og aðila úr atvinnulífinu leiði til framfara og nýrrar þekkingar til góðs fyrir samfélagið,“ segir í umsögn dómnefndar.

Vivien Nagy, Már Másson og Jón Atli Benediktsson rektor.
Vivien Nagy, Már Másson og Jón Atli Benediktsson rektor. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Að verkefninu standa Vivien Nagy, doktorsnemi í lyfjafræði, og Már Másson, prófessor í sömu grein, en sótt hefur verið um einkaleyfi á tækninni í samstarfi við Hugverkanefnd Háskóla Íslands, Landspítala og Auðnu tæknitorg. Vivien og Már hafa einnig hug á að stofna sprotafyrirtæki til að vinna að frekari þróun og markaðssetningu uppfinningarinnar en verkefnið er unnið í samstarfi við Össur ehf. og Primex ehf.

Tækni og framfarir

Í flokknum Tækni og framfarir hlaut verkefnið „Brennisteinsríkar fjölliður sem lím í sólarrafhlöðuframleiðslu“ verðlaun að upphæð 1,5 milljónir króna.

Hafdís Inga Ingvarsdóttir og Sigríður Suman ásamt Jóni Atla rektor. …
Hafdís Inga Ingvarsdóttir og Sigríður Suman ásamt Jóni Atla rektor. Á myndina vantar Dmitrii Razinkov. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Að verkefninu standa Sigríður Suman, prófessor í efnafræði, Dmitrii Razinkov, doktorsnemi í sömu grein, og Hafdís Inga Ingvarsdóttir, en hún útskrifaðist með MS í efnafræði 2018. Verkefnið er unnið í samstarfi Esteban Meja frá Leibniz Institute for Catalysis í Rostock í Þýskalandi og Gissur Örlygsson hjá Tæknisetri ehf.

Samfélag

Verðlaun að upphæð 1,5 milljónir króna í flokknum Samfélag komu í hlut verkefnisins „Menntun, bálkakeðjur og rafmyntir í fátækrahverfum“.

Anna Helga Jóns­dótt­ir, dós­ent í stærðfræði og Gunn­ar Stef­áns­son, pró­fess­or …
Anna Helga Jóns­dótt­ir, dós­ent í stærðfræði og Gunn­ar Stef­áns­son, pró­fess­or í stærðfræði, ásamt Jóni Atla rektor. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson


Að verkefninu standa Gunnar Stefánsson, prófessor í stærðfræði, og Anna Helga Jónsdóttir, dósent í sömu grein, en fjöldi nemenda HÍ hefur einnig unnið að verkefninu síðustu 20 ár.

https://www.hi.is/frettir/broskallar_vinna_med_hringfaranum_ad_thvi_ad_fjolga_haskolanemum_i_afriku

Hvatningarverðlaun

Hvatningarverðlaun að upphæð 500 þúsund krónur hlaut verkefnið „Plastendurvinnsla út frá leysni.“

Að baki verkefninu standa Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, lektor í efnafræði, Sigurður Guðni Gunnarsson, doktorsnemi í sömu grein, Sólrún Elín Freygarðsdóttir, BS-nemi í sömu grein, og Hreinn Kristjánsson, en hann útskrifaðist með BS-gráðu í efnafræði 2021. Þau eru að skoða samstarf við innlenda aðila um verkefnið en fjallað var um það á vef Háskólans fyrir nokkrum misserum: https://www.hi.is/frettir/vinna_ad_baettri_endurvinnslu_plasts

Sigurður Guðni Gunnarsson, Sólrún Elín Freygarðsdóttir, Hreinn Kristjánsson, og Benjamín …
Sigurður Guðni Gunnarsson, Sólrún Elín Freygarðsdóttir, Hreinn Kristjánsson, og Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, lektor í efnafræði, ásamt Jóni Atla Benediktssyni rektor. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Samkeppnin um Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Árnason|Faktor og Auðnu-tæknitorgs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert