Veitingar helsta aðdráttaraflið

Veitingastaðir eru helsta aðdráttaafl miðbæjarins.
Veitingastaðir eru helsta aðdráttaafl miðbæjarins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Veitingastaðir eru helsta aðdráttarafl miðborgarinnar í Reykjavík að því er fram kemur í niðurstöðum könnunar sem greint er frá á vefsíðu Matvís, félagi iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum.

Könnunin var gerð af Maskínu en í henni var fólk spurt hvað væri það fyrsta sem yrði fyrir valinu þegar spurt er hvað væri líklegast að það myndi sækja í miðborgina. Voru svarendur beðnir um að raða tilteknum þáttum í mikilvægisröð, eftir því hvað væri mikilvægast að það myndi sækja í miðborgina.

Í ljós kom að stærsti hópurinn eða 44,3% settu veitingastaði í fyrsta sæti. Viðburðir eru í öðru sæti en 19,7% sögðu líklegast að þau færu í miðborgina til að sækja þá. Kaffihús og barir eru svo í þriðja sæti en 17% nefndu þá.

Aðeins lítill hópur svarenda virðist fyrst og fremst sækja í miðborgina til að versla en 8% svöruðu að líklegast væri að þeir færu í miðborgina til að fara í verslanir.

Enn færri eða 4,2% nefndu listsýningar, 3,7% söfn og 3,1% nefndi eitthvað annað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert