Lík fannst í fjörunni við Eiðsgranda

mbl.is

Lík fannst í fjörunni við Eiðsgranda í Reykjavík á öðrum tímanum í dag. Margeir Sveinsson, hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Lögreglan er með töluverðan viðbúnað á svæðinu. Á staðnum er nokkur fjöldi lögreglumanna og bæði merktir og ómerktir lögreglubílar, ásamt sjúkrabílum. Þá er verið að nota dróna.

mbl.is
mbl.is