„Mér var svo illt í hjartanu“

Formaður SÁÁ fór í meðferð fyrir nítján árum. Hún var langt leidd af áfengisdrykkju og hafði óteljandi sinnum reynt að hætta en alltaf án árangurs. Anna Hildur Guðmundsdóttir er gestur Dagmála í dag og ræðir stöðu SÁÁ, vilja sinn til að halda áfram formennsku og síðast en ekki síst, segir hún sögu sína.

Í einlægu viðtali fer hún yfir hvernig hennar líf var fyrir áfengismeðferð og hvaða áhrif það hafði á hana þegar hún loksins leitaði sér aðstoðar.

Henni var illt í hjartanu, hún var kvíðin og þunglynd. Umgjörðin sem sást út á við var í lagi en færri vissu að þegar hún var búin að sækja börnin á leikskóla gat hún aftur byrjað að drekka, til að losna við skjálftann.

Hér má sjá stutt brot úr þættinum sem er í heild sinni aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert