Borgin ekki skaðabótaskyld vegna starfsloka kennara

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í nóvember á síðasta ári um að Reykjavíkurborg væri ekki skaðabótaskyld vegna starfsloka kennara sem hafði náð sjötugu.

Konan, sem varð sjötug árið 2018, krafðist þess að viðurkennd yrði skaðabótaskylda vegna tjóns sem leiddi af því að henni var gert að láta af störfum vorið 2019 og að Reykjavíkurborg myndi greiða henni 1,5 milljónir króna.

Vildi konan meina að ákvæði í kjarasamningi um að starfsmaður láti af störfum þegar hann er fullra 70 ára, án sérstakrar uppsagnar væri ólögmætt, enda brjóti það gegn æðri stjórnarskrárvörðum réttindum hennar. Dómurinn féllst hins vegar ekki á þau rök.

Málsatvik voru þannig að skjólastjóri skólans sem konan starfaði við átti við hana samtal skömmu eftir sjötugsafmæli hennar um að hún myndi láta að störfum í lok skólaársins vegna aldurs. Konan óskaði hins eftir því að fá halda starfi sínu áfram, enda hefði hún enn fullt starfsþrek og mikinn áhuga á starfi sínu. Fannst henni ósanngjarnt að þurfa að hætta að vinna fyrir aldurs sakir þegar hún gat enn lagt mikið af mörkum til skólastarfsins.

Skólastjórinn varð ekki við beiðni konunnar og vísaði í áðurnefnt ákvæði í kjarasamningi. Var konunni jafnframt tilkynnt um að starfslok hennar yrðu miðuð við 31. júlí árið 2019.

Upphaflega krafðist konan þess að ákvörðun um starfslok hennar yrðu ógilt, en þeirri kröfu var vísað frá dómi. 

Í dómi Landsréttar var bent á að þar sem konan hafði ekki reist kröfu sína fyrir héraðsdómi á lögum nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði þá gat niðurstaða um lögmæti starfslokanna ekki ráðist af ákvæðum þeirra laga.

Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms í málinu.
Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms í málinu. mbl.is/Hanna Andrésdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert