Óútgefið efni Jóhanns í formi NFT

Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson lést árið 2018. Útgáfufyrirtækið Redbird music hyggst …
Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson lést árið 2018. Útgáfufyrirtækið Redbird music hyggst nú gefa út áður óútgefið efni sem NFT.

Redbird music hefur greint frá því að áður óútgefin tónlist Jóhanns Jóhannssonar verði gefin út sem NFT.

NFT stendur fyrir „non-fungible token“ og er einstakt, stafrænt skírteini. Slíkt skírteini veitir handhafa þess eignarhald á þeim hugverkum sem um ræðir hverju sinni, hvort sem það eru myndir, myndbönd, hljóð og önnur stafræn gögn. 

Aðdáendur lýsa yfir vonbrigðum

Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson var heimsþekktur fyrir kvikmyndatónlist sína en hann hlaut meðal annars Golden Globe-verðlaun árið 2014 fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything. Meðal þeirra verka sem hann samdi tónlist fyrir voru kvikmyndirnar Prisoners, Sicario og Arrival. Hann lést árið 2018, 48 ára að aldri.

Eftir að útgáfufyrirtækið Redibird music greindi frá áformum sínum hafa margir aðdáendur Jóhanns lýst yfir vonbrigðum. Þá telja sumir að slík útgáfa lýsi vanvirðingu við minningu Jóhanns.mbl.is