Eldur í skúr í Elliðaárdal

Slökkviliðsmenn. Mynd úr safni.
Slökkviliðsmenn. Mynd úr safni. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Lögregluþjónar urðu varir við eld í Elliðaárdal á þriðja tímanum í nótt. Í ljós kom að eldurinn var í vinnuskúr. Lögreglumenn komu að tveimur mönnum sem að voru handteknir vegna gruns um íkveikju. Mennirnir voru í annarlegu ástandi og voru vistaðir í fangaklefa.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en lögregla sinnti þó nokkrum málum í gærkvöldi og nótt sem tengdust ölvun og fólki í annarlegu ástandi.

Sjö ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða lyfja.

Þá var þrisvar sinnum tilkynnt um innbrot í Árbænum eftir miðnætti. Sá sem grunaður er um innbrotin var handtekin við þriðju tilraun sína, skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert