Norðurland eystra með afgerandi forystu

Frá kjördæmamóti Niceair.
Frá kjördæmamóti Niceair. Ljósmynd/Aðalsteinn Jörgensen

Norðurland eystra er með yfirburðastöðu eftir fyrri dag Niceair kjördæmamótsins í bridge.

Á heimasíðu Bridgesambands Íslands segir að mikið þurfi til í síðustu þremur umferðum mótsins svo að nokkur önnur sveitarfélög ógni sigri sveitar Norðurlands eystra. Sextán spilarar eru í hverri sveit. 

„Aðal spennan á mótinu er um 2.sæti þar sem sveitir Suðurlands, Reykjanes og Vestfirði eru nánast jafnar,“ segir á vef Bridgesambandsins. 

Staðan eftir fjórar umferðir er þessi:

Norðurland Eystra með 224,79 stig

Suðurland með 176,09 stig

Reykjanes með 172,68 stig

Vestfirðir með 172,29 stig

Reykjavík með 149,84 stig

Vesturland með 129,65 stig

Norðurland Vestra með 127,6 stig

Austurland með 127,06 stig

mbl.is