Nýr sæstrengur til Írlands

Bandaríski strengjaframleiðandinn SubCom hefur framleitt strenginn og verður kapalskipið Durable …
Bandaríski strengjaframleiðandinn SubCom hefur framleitt strenginn og verður kapalskipið Durable notað til að leggja hann en skipið kom til Reykjavíkur í gærmorgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vinna hefst á mánudag við lagningu nýs fjarskiptasæstrengs Farice frá Hafnarvík í Þorlákshöfn til Galway á Írlandi þaðan sem landstrengur tekur við sem lagður verður til Dublin.

Gert er ráð fyrir að strengurinn verði, ef allt gengur samkvæmt áætlun, tilbúinn til notkunar fyrir árslok.

Bandaríski strengjaframleiðandinn SubCom hefur framleitt strenginn og verður kapalskipið Durable notað til að leggja hann en skipið kom til Reykjavíkur í gærmorgun.

Farice ehf., félag í fullri eigu ríkisins, hefur síðustu ár unnið að undirbúningi lagningar nýja strengsins en með honum er nokkurn veginn tryggt að landið verði aldrei sambandslaust. Fyrir eru tveir fjarskiptastrengir, Farice 1, sem liggur til Skotlands með tengingu við Færeyjar, og Danice sem liggur til Danmerkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »