Allt að 16 stiga hiti

Áfram verður fínt veður á höfuðborgarsvæðinu.
Áfram verður fínt veður á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Spár gera ráð fyrir norðlægri átt á landinu í dag, yfirleitt að bilinu 5-10 m/s, en 8-13 á Faxaflóasvæðinu. Hiti 3 til 8 stig norðan- og austanlands en allt að 16 stiga hiti sunnantil.

Á norðurhluta landsins verður láskýjahula með súld eða rigningu með köflum og þokuloft við ströndina framan af degi.

Á sunnanhluta landsins verður víða léttskýjað.

Veðurhorfur næstu daga:

Á mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og lítilsháttar væta norðan- og austanlands, en skúrir sunnantil. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast sunnanlands.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Breytileg átt, yfirleitt 3-8 m/s. Dálítil rigning suðvestantil, en annars skýjað og lítilsháttar væta. Hiti 5 til 12 stig.

Á fimmtudag (uppstigningardagur) og föstudag:
Norðvestlæg átt og væta og svalt norðantil, en bjart og milt með stöku síðdegisskúr syðra.

Á laugardag:
Útlit fyrir austanátt og rigningu um landið sunnanvert, en þurrt norðaustantil.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert