Bílvelta við Pollinn á Tálknafirði

Við Pollinn á Tálknafirði.
Við Pollinn á Tálknafirði. mbl.is/Guðlaugur Albertsson

Bíll valt við Pollinn á Tálknafirði rétt fyrir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum mbl.is var ökumaðurinn kona sem var óvön að keyra á malarvegi en hún er lítið slösuð. 

Konan var í bílbelti og komst sjálf út úr bílnum. Mjög þurrt er á svæðinu svo auðvelt er fyrir óvana að skrika í mölinni.

Líkt og sjá má á myndum er bílinn ansi illa farinn og því heppilegt að ekki hafi farið verr.

mbl.is/Guðlaugur Albertsson
mbl.is