Starfsfólk veitingastaðar í Reykjavík óskaði eftir aðstoð lögreglu í dag vegna gests sem hafði pantað mat og drykk fyrir tæpar tíu þúsund krónur, en ekki greitt fyrir veitingarnar. Þá hafði viðkomandi einnig verið til vandræða.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Verslunargesti var vísað út úr verslun í miðborginni af lögreglu klukkan tvö í dag. Sá hafði verið til vandræða, að sögn lögreglu, og afgreiðslufólk sendi frá sér árásarboð af því tilefni.
Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir í miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan tólf í dag.
Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að um innbrot var að ræða þar sem þjófurinn hafði á brott muni úr fjölbýlishúsi.