Grunaður um ölvunarakstur með tvö ungbörn í bílnum

mbl.is/Eggert

Karlmaður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan eitt í nótt vegna gruns um ölvunarakstur. Hann reyndist vera með tvo ungbörn í bifreiðinni og þeim var komið í hendur barnaverndaryfirvalda.

Ökumaður var sviptur ökuréttindum sínum á staðnum en hann neitaði að gangast undir rannsóknir sem honum bar samkvæmt lögum, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Lögregla bíður nú eftir niðurstöðum úr sýnatökum en viðkomandi gistir fangageymslu þar til unnt verður að ræða við hann síðar í dag.

Alls sinnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu 109 verkefnum á hálfum sólarhring, frá sjö í gærkvöldi og þangað til sjö í morgun.

Klukkan hálf fimm í nótt var karlmaður handtekinn vegna líkamsárásar og gistir hann fangageymslu. Sá sem varð fyrri árásinni var fluttur meðvitundarlaus á spítala en ekki er vitað frekar um líðan hans.

mbl.is