Mótmælt fyrir utan rússneska sendiráðsbústaðinn

Mótmælendur fyrir utan rússneska sendiráðsbústaðinn í dag.
Mótmælendur fyrir utan rússneska sendiráðsbústaðinn í dag. mbl.is

Mót­mælt var í dag fyr­ir utan rúss­neska sendi­ráðsbú­staðinn við Túngötu í miðbæ Reykja­vík­ur. 

Marg­ir þeirra sem söfnuðust sam­an báru fána Úkraínu. Áður hafa farið fram mót­mæli fyr­ir utan rúss­neska sendi­ráðið en það eru skrif­stof­ur sendi­herr­ans.

Þar sem þessi mót­mæli fóru fram yfir helgi var ákveðið að safn­ast sam­an utan við sendi­ráðsbú­staðinn.

Lögregla var með viðbúnað vegna mótmælanna, sem fóru friðsamlega fram en lokað var fyrir umferð um Túngötu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert