Á 43 kílómetrum yfir hámarkshraða

mbl.is/Arnþór

Nokkuð var um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en hún sinnti 65 málum frá klukkan sjö í gærkvöldi og til klukkan fimm í morgun. 

Ítrekað stöðvaði lögregla ökumenn vegna gruns um ölvunarakstur og var einn, sem þó var ekki grunaður um annað en að vera alveg allsgáður, stoppaður á 123 kílómetra hraða á götu þar sem hraði er takmarkaður við 80 km/klst. Ökumaðurinn gekkst við broti sínu. 

mbl.is