Hugsað sem viðbót við Dyngjuna, ekki staðgengill

Dyngjan er í fjárhagsvandræðum um þessar mundir, enda var styrkbeiðni …
Dyngjan er í fjárhagsvandræðum um þessar mundir, enda var styrkbeiðni þeirra synjað af félagsmálaráðuneytinu.

„Dyngjan er sem stendur eina áfangaheimilið sem eingöngu er ætlað fyrir konur í Reykjavík. Það er afar mikilvægt að fleiri slík heimili verði sett á laggirnar.“

Þetta kemur fram í skriflegu svari Hólmfríðar Helgu Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

Útlit er fyr­ir að loka þurfi áfanga­heim­il­inu Dyngj­unni um mánaðamót­in ef ekk­ert verður að gert. Heim­ilið tók til starfa árið 1988 og hef­ur starfað óslitið síðan. Dyngj­an er eina áfanga­heim­ilið á land­inu sem er ein­ung­is ætlað kon­um en þar mega börn kvenn­anna einnig dvelja.

Heim­ilið á nú í mikl­um fjár­hagserfiðleik­um eft­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn og var því neitað um styrk frá fé­lags­málaráðuneyt­inu.

Fá betri mynd af stöðunni

Fulltrúar velferðarsviðs Reykjavíkurborgar munu eiga fund með Dyngjunni á miðvikudag, til þess að fá betri mynd af stöðunni sem upp er komin á áfangaheimilinu, að sögn Hólmfríðar. 

„Dyngjan fær styrk frá Reykjavíkurborg til starfsemi sinnar á grundvelli reglna um styrki til áfangaheimila en auk þess er Reykjavíkurborg eigandi húsnæðis Dyngjunnar.“

Að jafnaði tekur Dyngjan á móti 24 til 40 kon­um á ári og meðallengd dval­ar þeirra er 90 til 180 dag­ar. 

Opna áfangaheimili til viðbótar

Árið 2020 varð starfsmönnum á velferðarsviði þó ljóst að meira þyrfti ef duga skyldi. Í kjölfarið var samþykkt að opnað yrði áfangaheimili til viðbótar við Dyngju á vegum borgarinnar. 

Það er nú loks tilbúið og mun nýtt áfangaheimili í nýuppgerðu húsi miðbæ Reykjavíkur opna í sumar. Þar verða tólf 30 til 40 fermetra íbúðir, þar sem mæður geta dvalið með börn sín.

Hólmfríður segir að fyrstu konurnar muni flytja inn í júní. Þetta heimili verður rekið af borginni, en ljóst sé að það hafi verið hugsað sem viðbót við Dyngjuna, ekki staðgengill. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert