Hinn sanni James Bond í Reykjavík

Bræðurnir Bogi Auðarson og Hugi Hreiðarsson fengu Tony Correia (fyrir …
Bræðurnir Bogi Auðarson og Hugi Hreiðarsson fengu Tony Correia (fyrir miðri mynd), náinn vin Stephensons frá Bermúda, til að opna kjallarann og hafa sett upp vefsíðuna www.truespy.is. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spennandi og leyndardómsfullur kafli hófst í ferðamálasögu Íslands þegar fyrirlestrarými í sögukjallara um Vestur-Íslendinginn sir William Stephenson var formlega opnað í kjallara verslunarinnar Kirsuberjatrésins á Vesturgötu 4 í Reykjavík klukkan 13.30 í dag. Þar verður jafnframt ráðgátuherbergi eða flóttaherbergi og verður það tekið í notkun síðar á árinu eða á næsta ári.

„Við segjum sögu sir Williams Stephensons, þess manns af íslenskum ættum sem líklega hafði mestu áhrif á gang seinni heimsstyrjaldarinnar,“ segir Hugi Hreiðarsson. „Saga hans er ákaflega stórbrotin, svo ekki sé meira sagt.“

Stephenson var iðnjöfur og milljónamæringur. Hann stjórnaði njósnastarfsemi Breta í Bandaríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni. Rithöfundurinn Ian Fleming var á meðal starfsmanna hans en bækur Flemings og síðar kvikmyndir, sem gerðar voru eftir þeim um James Bond, eru þekktar um heiminn. Fleming skrifaði fyrir 60 árum að Stephenson væri hinn sanni James Bond.

Bræðurnir Bogi Auðarson og Hugi Hreiðarsson hafa unnið að gerð sögukjallarans frá 2014. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »