Allir eigi sinn stað í helvíti

Sindri Geir er sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri.
Sindri Geir er sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri. Ljósmynd/ kirkjan.is

Prestar mega og eiga að bregðast við því þegar valdhafar í íslensku samfélagi „dæma jaðarsett fólk til raunverulegrar helvítisvistar,“ að mati Sindra Geirs Óskarssonar. 

Sindri Geir er sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri. Hann birti pistil á vefsíðu kirkjunnar, þar sem hann gagnrýnir ákvörðun sr. Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, að veita sr. Davíð Þór Jónssyni formlegt tiltal. 

Sérstakur staður í helvíti

Davíð Þór birti færslu á facebook-síðu sinni þar sem hann lýsti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem fasistastjórn og sagði sérstakan stað í helvíti fyrir fólk sem „selur sá sína fyrir völd og vegtyllur.“

Sindri velti sérstaklega upp „helvíti“ í pistli sínum. Hann lýsir helvíti sem manngerðri þjáningu.

Allir eigi sinn sérstaka stað í helvíti, beri reynslu eða ótta um það versta sem gæti gerst.  

Ekki brot á siðareglum

Í gegnum sögu kirkjunnar hefur helvíti átt margar birtingarmyndir, en sá staður vítisloga og refsingar sem við lærum um í gegnum bíómyndir og dægurmenningu á rætur sínar í skáldskap Dantes en ekki Biblíunni. Sama skáldskap og sr. Davíð Þór vísar til þegar hann segir sérstakan stað í helvíti vera frátekinn fyrir þau sem selja sál sína fyrir völd,“ segir í grein Sindra.

Þá efast Sindri um að sterkt myndmál sem þetta og vísanir í heimsbókmenntir, feli í sér brot á siðareglum kirkjunnar. 

Trúarlegt ofbeldi

Síðastliðin 1500 ár hafi kirkjur heimsins notað helvíti sem stjórnunartæki, vakið með því ótta og knúið fram hlýðni. Davíð kallar þetta trúarlegt ofbeldi. 

„Þjóðkirkjan á að hafna því að trúarlegu ofbeldi sé beitt, en þjóðkirkjan á líka að hafna því að systkini okkar séu send til helvítis í boði íslenskra stjórnvalda.“

Sindri bendir á að út um allan heim búi fólk við manngerða þjáningu stríðs, hungurs, kynþáttafordóma, útilokunar, fátæktar og skeytingarleysis. Þau sem stuðli að því að auka enn frekar á þjáningu þeirra jaðarsettustu í okkar samfélagi eigi sinn stað í helvíti.

Ef þessi sterku orð sr. Davíðs kveikja hjá þér hneykslan eða reiði, eins og orð Jesú gerðu gjarnan hjá þeim sem fóru með völd eða voru í forréttindastöðu, þá er það eflaust til merkis um að þú þurfir að staldra við og horfast í augu við eigin afstöðu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert