Birgitta Haukdal valin bæjarlistamaður Garðabæjar

Birgitta Haukdal er bæjarlistamaður Garðabæjar.
Birgitta Haukdal er bæjarlistamaður Garðabæjar. Ljósmynd/Aðsend

Söngkonan og barnabókahöfundurinn Birgitta Haukdal var í dag valin bæjarlistamaður Garðabæjar við hátíðlega athöfn á Garðatorgi.

Einnig var Birgittu og félögum hennar í hljómsveitinni Írafár afhent tvöföld platínuplata fyrir sölu á yfir 20.000 eintökum á plötunni Allt sem ég sé. Um fyrstu plötu sveitarinnar er að ræða sem kom út árið 2002.

Ekki er algengt að íslenskar plötur nái þessum árangri en aðeins hafa um 10 plötur verið seldar í yfir 20.000 eintökum.

Steinar Fjeldsted og Sverrir Örn Pálsson hjá Öldu Music afhentu meðlimum Írafárs viðurkenninguna.

Írafár heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu á laugardag og enn er hægt að tryggja sér miða.

Platan Allt sem ég sé hefur verið seld í yfir …
Platan Allt sem ég sé hefur verið seld í yfir 20.000 eintökum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is