Frjósemi hérlendis með því lægsta

Frjósemi fyrir árið 2020 var með því lægsta sem sést …
Frjósemi fyrir árið 2020 var með því lægsta sem sést hefur síðan skráningar hófust árið 1997.

Konum á barneignaraldri fer fjölgandi en á sama tíma er frjósemin með því lægsta sem sést hefur hérlendis frá því að skráningar hófust 1997. Þetta kemur fram í skýrslu fæðingarskráningar Íslands fyrir árið 2020.  

Frjósemi á Íslandi 1,72%

Til að viðhalda þjóðfélagsstæð landa þarf hver kona að eignast að meðaltali 2,1 barn um ævina, en árið 2020 var frjósemi á Íslandi 1,72 lifandi fædd börn á ævi hverrar konu. Mannfjöldaþróun síðastliðinna tveggja áratuga sýnir líkt og nefnt var hér að framan að konum á barneignaraldri fer fjölgandi en á sama tíma er frjósemin með því lægsta sem sést hefur hérlendis frá upphafi skráninga.

Ástæðan fyrir þessari þróun er margþætt en konur eru nú bæði eldri þegar þær eignast sitt fyrsta barn auk þess sem þær eignast færri börn en áður. Í skýrslunni kemur fram að svipaða þróun má sjá annars staðar í heiminum þar sem menntunarstig kvenna er hátt og atvinnuþátttaka þeirra mikil.

Mikil aukning heimafæðinga

Fæðingastaðir voru átta árið 2020 þar sem 3.285 börn af 4.456 fæddust á Landspítalanum. Mikil aukning varð á heimafæðingum sem voru 119 í samanburði við árið áður þegar heimafæðingar voru 75. Þannig voru 2,7% allra fæðingar árið 2020 í heimahúsi, en hlutfall heimafæðinga hefur legið undir 2% undanfarin ár.

mbl.is