Mömmusamviskubit algengt hjá handknattleikskonum

Systurnar Berglind og Hildur Björnsdóttir spila báðar handbolta, Berglind með …
Systurnar Berglind og Hildur Björnsdóttir spila báðar handbolta, Berglind með Fjölni/Fylki og Hildur með Val. Hildur og börnin hennar tvö voru kveikjan að ritgerð Berglindar um mömmusamviskubit. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mömmusamviskubit er algengt meðal handknattleikskvenna þegar þær hefja æfingar á ný eftir barnsburð. Þetta er niðurstaða bakkalárritgerðar Berglindar Björnsdóttur sem ber heitið: „Shit er ég ömurleg mamma?“

Meðal orsaka samviskubitsins eru væntingar og kröfur móðurhlutverksins, fjarvera frá barni og togstreita milli hlutverka. Berglind tók viðtöl við sex íslenskar handknattleikskonur sem eiga það sameiginlegt að hafa eignast barn eða börn á ferlinum. Þær hafa allar ýmist verið í íslenska landsliðinu, eru þar enn eða hafa verið í landsliðsæfingahóp. Fjórar af þeim eru enn að spila handbolta en tvær eru nýlega hættar.

„Ég var að reyna að komast að því hversu algengt mömmusamviskubit er hjá handboltakonum og hvað er hægt að bæta varðandi umgjörðina og stuðning við þær,“ segir Berglind í viðtali við Morgunblaðið.

Samviskubit yfir því að þurfa að finna pössun

Í ljós kom að konurnar höfðu allar upplifað mömmusamviskubit eftir að hafa byrjað aftur að æfa eftir barnsburð. Segir Berglind að ástæðurnar hafi verið ólíkar, svo sem samviskubit yfir því að þurfa að finna pössun og samviskubit vegna fjarveru frá barninu. Þá nefndu þær allar atriði sem hægt væri að bæta. „Félagið gæti reddað pössun, það var mjög vinsælt svar að yngri iðkendur myndu passa börnin einu sinni í viku á meðan þær væru á æfingu, það myndi minnka samviskubitið.“ 

Lengri umfjöllun um málið má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert