„Ég veit ekki hversu oft hann kýldi mig“

mbl.is/Hari

Farþegi réðst á vagnstjóra Strætó á Akureyri fyrir viku síðan. Vagninn var þá kominn á endastöð á Akureyri en hann kom þangað frá Reykjavík en árásarmaðurinn hafði verið til vandræða í ferðinni. 

Fréttablaðið greinir frá þessu og segir að bílstjórinn sé nú í veikindaleyfi í að minnsta kosti tvær vikur. 

„Ég veit ekki hversu oft hann kýldi mig,“ hefur Fréttablaðið eftir vagnstjóranum, Tomaszi. 

Árásarmaðurinn var á ferð með öðrum manni og var annar þeirra skilinn eftir á Blönduósi vegna vandræðagangsins á þeim félögum. Samt sem áður kom hann aftur inn í vagninn í Varmahlíð í kjölfar þess að lögregla óskaði þess að vagninn biði á meðan hún skutlaði manninum frá Blönduósi.

mbl.is