Mikið álag á trúbadorum

Ingi Valur Grétarsson segir að mikil ásókn sé í trúbadora …
Ingi Valur Grétarsson segir að mikil ásókn sé í trúbadora í dag

„Ég fæ fyrirspurnir á hverjum degi og jafnvel nokkrar á dag. Fólk hefur greinilega mikla þörf fyrir að skemmta sér,“ segir Ingi Valur Grétarsson trúbador í samtali við Morgunblaðið í dag.

Eftir að samkomutakmörkunum var aflétt í vor hafa trúbadorar á höfuðborgarsvæðinu vart getað unnt sér hvíldar. Fullt er út úr dyrum á börum þar sem þeir koma fram og veislur eru haldnar í öðru hverju húsi um helgar. „Þetta eru afmæli, útskriftir, brúðkaup, gæsapartí og starfsmannafögnuðir, allt mögulegt,“ segir Ingi Valur sem hefur verið lengi í bransanum og bæði gengið um dimma dali og upp á hæstu hæðir með gítarinn að vopni.

„Ég er kannski að skemmta 4-5 kvöld í viku núna en á sínum tíma fór þetta mest í 12-13 skipti á 8-9 daga tímabili. Ég reyni að taka eins mikið og ég get því auðvitað vill maður reyna að gera sitt fyrir sem flesta. Ég er samt orðinn það gamall í hettunni að ég hef lært að segja nei líka. Nú heyrir maður af því að menn eru að hlaupa á milli staða til að ná að sinna sem mestu og fyrir vikið verða menn auðvitað útkeyrðir. Það má alveg merkja þreytu og kulnum í trúbadorum og það er meiriháttar vesen ef einhver forfallast,“ segir Ingi Valur.

Hann segir að ekki séu nema 12-13 trúbadorar sem komi fram á þeim þremur krám í miðborginni þar sem boðið er upp á lifandi tónlist öll kvöld. Tvær vaktir eru um helgar og því þarf ekki flókna útreikninga til að sjá að meira en nóg er að gera þegar einkasamkvæmin bætast við.

Lengri um­fjöll­un um málið má finna í Morg­un­blaðinu í dag, fimmtudaginn 26. maí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert