Niðurstöðu um nýja flugstöð er að vænta

Horft yfir Reykjavíkurflugvöll.
Horft yfir Reykjavíkurflugvöll. mbl.is/Árni Sæberg

„Málið er í vinnslu í samvinnu innviðaráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins og er þess vænst að niðurstaða fáist í það á næstunni.“ Þetta segir Þórmundur Jónatansson upplýsingafulltrúi innviðaráðneytisins spurður um stöðu nýrra flugstöðvar fyrir innanlandsflug á Reykjavíkurflugvelli.

Fyrir tæplega tveimur árum, 12. júní 2020, voru áform og viðræður um nýja flugstöð kynnt á ríkisstjórnarfundi. Þau gera ráð fyrir endurbyggðri 1.600 fermetra flugstöðvarbyggingu á núverandi stað. „Ríkið hóf nýverið samningaviðræður við Air Iceland Connect um að koma að uppbyggingu flugstöðvarinnar með þátttöku fjármála- og efnahagsráðuneytis, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Isavia,“ sagði í fréttatilkynningu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðeytinu (nú innviðaráðuneyti) sama dag.

Í viðræðunum verði unnið að því að meta heildarhagkvæmni verkefnisins út frá ólíkum þáttum. Ein af meginforsendum ríkisins í viðræðunum sé að uppbyggingin verði fjárhagslega sjálfbær og geti staðið undir sér til lengri tíma.

Lengri um­fjöll­un um málið má finna í Morg­un­blaðinu í dag, fimmtudaginn 26. maí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »