Nýsköpun er Íslandi nauðsyn

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir nýsköpun í …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir nýsköpun í atvinnulífi og hagnýtingu hennar hjá hinu opinbera ekki aðeins fela í sér tækifæri, heldur nauðsyn til að tryggja lífskjör. mbl.is/Kristófer Liljar

Það er nauðsynlegt að fóstra nýsköpun og þekkingariðnað, beinlínis í því skyni að reisa nýja grunnstoð í íslensku atvinnulífi, stoð sem er ónæmari fyrir ytri aðstæðum en þær sem fyrir eru. Um leið eru þar ótal tækifæri til þess að gera lífið betra og hagkvæmara, sem Íslendingar verða að grípa.

Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að sé meginviðfangsefni sitt í nýju ráðuneyti, en þau markmið snerti þjóðlífið allt á ótal sviðum. Hún er í viðtali í Dagmálum, streymi Morgunblaðsins á netinu, sem opið er öllum áskrifendum, en slóðina að því má finna neðst í þessari grein.

„Það er verið að búa til ráðuneyti, sem tekur niður múra milli þessara málaflokka – í hinni ýmsu merkingu þeirra orða – til þess að skapa ný tækifæri á Íslandi,“ segir Áslaug og bendir á að sams konar ráðuneyti hafi verið stofnsett í nágrannalöndunum með góðum árangri. Þarna séu margvíslegir málaflokkar sem rétt sé að draga saman til þess að hver styðji annan.

Hér má finna viðtalið við Áslaugu í heild sinni

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert