Ráðgátan um steinskipið á Fagradalsheiði er enn óleyst

mbl.is/Jónas Erlendsson

Ráðgátan um tilhöggna steinskipið sem fannst á Fagradalsheiði í Mýrdal á síðasta ári er óleyst. Þrír fornleifafræðingar frá Minjastofnun rannsökuðu steininn og umhverfi hans í gær ásamt jarðfræðingi. Tekin voru sýni úr eldfjallaösku sem gætu gefið vísbendingu um aldur, að sögn Ugga Ævarssonar, minjavarðar á Suðurlandi.

Í ljós kom að steinninn er mótaður úr móbergstegund og því hefur verið auðveldara að höggva hann til heldur en ef hann hefði verið úr harðara efni, eins og talið var. Þegar skoðað var undir skipið sást að það liggur ofan á móbergsklöpp og steinum raðað að. Steinum hefur einnig verið raðað í kring en þær hleðslur eru úr lagi gengnar. Fræðimennirnir eru engu nær um tilgang verksins. Steinninn gæti hafa verið notaður til að brynna fé en einnig gæti stefna hans til heilögu eyjarinnar Jónu á Suðureyjum og Jerúsalem haft trúarlegar tilvísanir, eða til papa eða gangs sólarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert