Almennt þurfi leyfi frá höfundum

Erla segir eðlilegt hafi verið að biðja um samþykki.
Erla segir eðlilegt hafi verið að biðja um samþykki. Samsett mynd

„Almennt er það þannig að sá sem á réttindi að myndverki á auðvitað einkarétt á því að birta það opinberlega og gera af því eintök,“ segir Erla S. Árna­dótt­ir, hæsta­rétt­ar­lögmaður hjá Lex og sér­fræðing­ur á sviði hug­verka­rétt­a, í samtali við mbl.is.

Í gær var greint frá því að íslenski listamaðurinn Odee hafi notað list annarra til að skapa nýj­ar umbúðir fyr­ir Opal sem selt er til styrkt­ar Ein­stök­um börn­um.

Auðjón Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Nóa Síríus, sagði í samtali við mbl.is að fyr­ir­tækið hafi ekki vitað að list­in væri ekki eign Odee.

Skiptir ekki máli að hann gefi vinnuna

„Ef að upprunalegu myndirnar þekkjast í þessum myndum þá er þetta gerð eintaks af þeim myndum sem er háð einkarétti höfundarins. Til þess að nýta þær með þessum hætti þá hlýtur að þurfa leyfi frá þeim höfundi, hvort sem þær eru notaðar óbreyttar eða breytt aðeins,“ segir Erla.

Spurð hvort einhverju máli skipti að Odee sé að gefa vinnuna sína og græði ekki fjárhagslega á þessu verkefni segir Erla það ekki skipta máli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert