Datt á sundlaugabakkanum í Grafarvogslaug

mbl.is/Kristinn Magnússon

Óskað var eftir aðstoð lögreglu rétt eftir klukkan 19 í gær í sundlaug Grafarvogs vegna einstaklings sem hafði dottið á sundlaugabakkanum. Einstaklingurinn var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Um hálf fjögur í nótt var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í hverfi 101.

Einn einstaklingur var handtekinn skammt frá vettvangi. Er hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. 

Þá voru tvær bifreiðar stöðvaðar á höfuðborgarsvæðinu en eigendur þeirra höfðu ekki skipt nagladekkjunum út.

mbl.is