Kona missteig sig illa á Úlfarsfelli

Rétt rúman klukkutíma tók að koma konunni niður.
Rétt rúman klukkutíma tók að koma konunni niður. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði konu sem hafði misstigið sig illa á göngu við Úlfarsfell í gær.

Þetta kemur fram í færslu slökkviliðsins á Facebook en fimm menn af tveimur stöðvum fóru í verkefnið og tók það rétt rúman klukkutíma að koma konunni niður. 

Þá segir að á síðasta sólahring hafi dælubílar farið í fjögur verkefni.

Helst er að nefna eld sem kom upp í kjallaraíbúð í þriggja hæða fjölbýlishúsi. Segir í færslunni að dökkur reykur hafi borist frá íbúðinni og og um húsið.

Búið var að rýma húsnæðið þegar slökkviliðið bar að garði og greiðlega gekk að slökkva eldinn.  Töluverðar skemmdir urðu á húsnæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert