Minnst 331 vísað úr landi á tímum Covid-19

Til stendur að vísa tæplega 300 manns úr landi.
Til stendur að vísa tæplega 300 manns úr landi. mbl.is/Hjörtur

Stoðdeild ríkislögreglustjóra hafði milligöngu að 194 brottvísunum í fyrra, 137 árið 2020 en 319 árið 2019, árið áður en heimsfaraldurinn Covid-19 skall á. 

Þá hafði stoðdeild ríkislögreglustjóra milligöngu að 304 brottvísunum árið 2018 og 534 árið 2017.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Gunnars H. Garðarssonar, samskiptastjóra ríkislögreglustjóra, til mbl.is en hann gat ekki gefið upplýsingar um skiptinguna á milli þess sem að fólk fór sjálft úr landi eða í fylgd með lögreglu að svo stöddu.

Líkt og mbl.is hefur greint frá stendur til að vísa tæplega 200 manns úr landi. 

Greint var frá því í síðustu viku að um 250 ein­stak­ling­ar sem höfðu fengið synj­un á um­sókn um alþjóðlega vernd dvöldu enn hér á landi, án heim­ild­ar, því ekki hafi verið hægt að vísa þeim úr landi vegna þess að þeir hafi neitað að und­ir­gang­ast sótt­varn­a­regl­ur mót­töku­ríkj­anna.

Nú hafa fjöld­mörg lönd af­numið regl­ur um sótt­varn­ir á landa­mær­um sín­um, svo sem kröf­ur um fram­vís­un vott­orðs um bólu­setn­ingu gegn Covid-19 eða nei­kvæða sýna­töku.

Því er nú hægt að vísa fleirum úr landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert