Sprenging olli skemmdum í Hafnarfirði

Enginn slasaðist.
Enginn slasaðist. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tugur ökutækja urðu fyrir skemmdum í morgun í Hafnarfirði vegna sprengingar. Einnig urðu vinnuvélar fyrir skemmdum. Atvikið átti sér stað á vinnusvæði við Ásvallabraut. 

Sprenging varð þegar það var verið að vinna við fleygun í klöpp en í henni leyndist ósprungið dýnamít. Mikil mildi var að enginn slasaðist en ekki mátti miklu muna segir í dagbók lögreglu.

Talið er að dýnamítið hafi ekki sprungið í holu á sínum tíma. 

mbl.is